Ljósa elst upp seint á 19. öld undir hvelfdum jökli með víðsýni yfir sjó og sanda. Hana dreymir um framtíð þar sem hamingjan ríkir og sólin skín. En veruleikinn ætlar henni annað: þrátt fyrir góð efni og ástríka fjölskyldu vofir yfir henni ógn sem gefur engin grið. Ljósa er einstök örlagasaga um vanmátt og styrk eftir verðlaunahöfundinn Kristínu Steinsdóttur.