Einstæð móðir tveggja barna fær íbúð leigða á mjög góðum kjörum en kemst fljótlega að því að það er engin tilviljun. Húsið á sér afar sorglega sögu. Lögreglan er send heim til smákrimma og þar finnst fyrir tilviljun taska sem kann að varpa ljósi á margra ára gamalt mál – þegar ung stúlka hvarf úr garðskúr og sást aldrei aftur.Ég læt sem ég sofi er fjórða og síðasta bókin um lögreglumennina Karó og Tý og réttarmeinafræðinginn Iðunni en serían hófst á Lok, lok og læs. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og hlotið lof heima og erlendis.